Bekkjamyndatökur

Ég ætla að henda inn myndunum sem teknar voru af börnunum í sitthvorri tökunni.  Myndirnar af Jódísi voru teknar í maí þegar ljósmyndari kom á vöggustofuna og myndirnar af Eysteini voru teknar í septemberbyrjun.  Eysteinn situr fremst á bekkjarmyndinni sinni og Jódís er öftust til vinstri, í fanginu á Betina, einni af fóstrunni og sú sem sá um hana fyrst þegar hún kom inn á stofuna.  Nú eru allar ófrískar nema sú fóstra sem lengst er til hægri (og mesta gribban I might add.. fari maður út í svoleiðis sálma Tounge).

Eysteinn AronEysteins bekkur, 5.YJódís Guðrún  Vöggustofa Jódísar, Epifytterne

 


Laugardagskveld

Það er búið að vera greeeenjandi rigning í allan dag.  Þegar við ætluðum að leggja stelpuna út var svo hrikalega kuldalegt, rok og rigning, að ég dúðaði hana í kuldagalla og var að finna til sæng að taka með út þegar Halldór stoppaði mig og sagði að það væri ekki frost úti.  Þá leit ég á hitamælinn og sá að það var rétt um 14 stiga hiti.  Fyndið þegar ,,gluggaveður" fer í hina áttina, lítur út fyrir að vera mun verra en það er LoL.  Reyndar búin að lenda nokkrum sinnum í því undanfarið.  

Halldór flýgur heim á morgun og ég berst við að vera ekki afbrýðisöm Pinch.  Það verður nóg að gera hjá honum og mikið væri ég nú til í að vera að fara með honum, en það ræðir ekkert um það.  Hann verður nú ekki lengi frá mér þessi elska og nóg að gera hjá öllum á meðan svo þetta verður fljótt að líða Smile.  

Börnin eru hress, smá kvef í þeirri stuttu en ekkert sem stoppar ákveðnina Joyful.  Hún er nú svo mikið krútt þessi elska.  Eysteinn fékk frí frá fótboltaleik í dag og gvöði sé lof, miðað við það veður sem var.  En engin miskunn fyrir bóndann á bænum sem fór út á Ráðhústorg að ganga frá eftir hátíðahöld gærdagsins, þegar valin var Ólympíuborgin fyrir árið 2016.  En hann er kominn heim og er að spila svo angurvært fyrir okkur á gítarinn ,,Svantes lykkelige dag" Joyful Dásamlegt!

Gott að sinni

Bless í bili! 


Allt að verða vitlaust!

-Já, það er hreinlega allt að verða vitlaust hérna vegna komu Barack Obama á morgun.  Hann stoppar í heila fimm tíma og verður hálfri borginni lokað á meðan, brúnni yfir til Svíþjóðar verður lokað í nokkra klukkutíma og nokkrir í kringum mig sem neyðast til að mæta klukkan sex í fyrramálið til vinnu svo þeir lokist ekki ,,úti".  Halldór átti að mæta átta í fyrramálið í vinnu en var kallaður inn í kvöld í staðinn vegna þessa.  

Ég var annars að koma af foreldrafundi hjá vöggustofunni og þar eru aldeilis breytingar.  Þrjár af fjórum fóstrum Jódísar eru ófrískar og þar af tvær þeirra komnar í veikindaleyfi fram að fæðingarorlofi.  Sú þriðja hefur fæðingarorlofið eftir tvær vikur.  Það eru miklar framkvæmdir framundan á byggingunni og átti upphaflega að flytja alla starfssemina á aðrar vöggustofur á meðan en vegna harðrar gagnrýni, bæði fóstra og foreldra, fékkst í gegn að seinka framkvæmdunum fram í apríl og þá verður starfssemin öll færð í garðinn sem þau hafast við á sumrin og tjöld reyst yfir hann meðan ekki er nógu hlýtt til að vera bara úti Woundering Sjáum hvernig það fer.  Annars er mikill niðurskurður framundan sem felur í sér færra starfsfólk og minna fjármagn til ferða og svoleiðis.  Þetta verður erfiðari tími en þær eru þó bjartsýnar á að þetta gangi.  

En nú er farið að hausta svo sannarlega og ég er farin að nota vetrarkápuna mína og skinnhanskana.  Við skruppum í Ikea í dag til að kerta okkur upp, því það hjálpar okkur á ódýrari máta við að kynda hjá okkur í vetur Wink.  Annars bara allir hressir og mest Halldór, sem er að fljúga heim: ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn LoL.  Hann segist mest hlakka til að setjast að kvöldlagi í eldhúskrókinn hjá mömmu að spjalla yfir kaffibolla Joyful  Enda er það dásamlegt og ég sakna þess líka Joyful.

Gott að sinni

Bless í bili! 


Stórstjörnur til Köben

Þessa dagana eru að hrúgast inn stórstjörnurnar til Kaupmannahafnar vegna þess að á föstudag verður skorið úr um hvaða borg heldur ólympíuleikana árið 2016.  Valið stendur milli Tokyo, Madrid, Rio de Janero og Chicago.  Þó er talið að raunverulega valið liggi milli Rio og Chicago.  Sendinefndir frá löndunum hafa verið að koma undanfarna daga til að reyna að sannfæra þá 106 einstaklinga sem í nefndinni eru um að þeirra borg sé hæfust.  Hlauparinn Michael Johnson, Pelé fótboltastjarna og fleiri flottar íþróttastjörnur komu í dag og er von á Oprah Winfrey og First Lady, Michelle Obama, á morgun auk enn fleiri íþróttastjarna.  Sjálfur Barack Obama stoppar svo í heila fimm tíma á föstudaginn til að leggja sitt lóð á vogaskálarnar við að reyna að koma Chicago inn.  Fréttirnar hafa sem sé ekki snúist um neitt annað undanfarna daga.  Það er svo gaman að sjá hvað Danmörk er lítil og minnir mig svo mikið á Ísland.  Allir svo stoltir yfir að fá fræga fólkið til Köben LoL.

Af okkur fjölskyldunni er annars allt gott að frétta Joyful


Mánudagur til mikils notalegheits, með kertum svona í slagviðrinu :)

Nú skilst mér að sé svona ljómandi fínt veður á Íslandi með sól í heiði.  Enda passar það ágætlega.  Hér er byrjað að rigna Woundering.  Reyndar er nú erfitt að ætla að vera að kvarta, þó það sé tekið að hausta þá erum við nú búin að fá mjög gott veður þannig að hægt hefur verið með góðu móti að sitja úti og drekka kaffibollann sinn Wink.  

Við foreldrarnir ætluðum að sjá fótboltaleik hjá liðinu hans Eysteins á laugardagsmorgun en þá mættu andstæðingarnir ekki svo við horfðum bara á æfingu.  Honum gengur afskaplega vel, eins og ég hef minnst á áður og eru þjálfararnir hæstánægðir með hann þar sem hann er kattliðugur og duglegur að fórna sér fyrir boltann.  Við vorum líka þrælmontin af honum þegar við sáum hvað hann er góður.  Það er greinilega þónokkur metnaður í liðinu og strákarnir bara mjög góðir miðað við aldur.  Seinnipart laugardagsins tókum við svo strætó til Einars og Mörtu sem fer framhjá Ikea.  Þar stoppaði hann í dágóða stund og var mér litið yfir götuna, á stoppið hinum megin götunnar, þar sem ég sá gamla kórstjórann okkar Jón Inga ásamt Eddu konunni sinni, Simma syni sínum og (meintri) kærustu hans.  Við Halldór veifuðum eins og við ættum lífið að leysa en þau voru svo upptekin af því að spjalla saman og sú eina sem tók eftir okkur var (meint) kærastan, sem við þekkjum ekkert og hún hefur haldið að við værum eitthvað geðveik þarna.  Á endanum hefur hún þó sagt eitthvað því þau litu við og tóku eftir okkur og veifuðu hlæjandi tilbaka LoL.

Við fengum svona líka ljómandi fínt lambalæri með öllu tilheyrandi hjá Einari og Mörtu og okkur til mikillar undrunar var þetta Nýsjálenskt lambalæri sem smakkaðist svona líka afbragðs vel.  Þetta var bara ofsalega gaman en við þurftum að fara um níu leytið, bæði vegna stelpunnar og eins vegna þess að Halldór var að fara að vinna kl. átta morguninn eftir.  Hann var farinn þegar ég kom á fætur og kom ekki heim fyrr en á miðnætti tilbaka, rétt þannig að hann náði síðustu strætóferðum fyrir nóttina.  Hann fór svo aftur í morgun.  Nóg að gera Joyful.

Ég hjólaði með Jódísi á vöggustofuna í slagviðrinu og voru þau inni vegna veðursins, en þó á leið út í göngutúr þegar okkur bar að.  Það er svo annar leikur hjá Eysteini í dag, nú á Parken en ég efast um að við förum enda bíllaus og fleiri leikir á KFUM vellinum framundan Joyful.  

Halldór er orðinn ansi spenntur að fljúga heim næsta sunnudag og væri ég sko alveg til í að vera að fara með honum Smile.  Það verður þó nóg að gera hjá honum að koma íbúðinni í stand en þetta á að ganga allt saman upp með hjálp góðra manna, sem mér skilst að hafi boðið fram aðstoð sína Wink.

Læt þetta duga að sinni,

bless í bili! 


Allt í góðu!

Já, það flæddi svona skemmtilega um allt gólf og niður í kjallara íbúðarinnar okkar í Stórholtinu og þá var ég nú fegin að við höfðum þessar líka fínu tryggingar.  Allt á að vera tryggt eins vel og hægt er og Halldór er að fara til Íslands á sunnudaginn eftir viku og ætlar að leggja nýtt parket og gera íbúðina klára til að leigja út.  Eysteinn alltaf jafn glaður í skólanum og fótboltanum, þeir eru nú ekki enn farnir að æfa aftur í hljómsveitinni en hann er alltaf á höttunum eftir góðu lagi á prógrammið þeirra.  Hann hefur fengið viðurnefnið Quick-stein í fótboltaliðinu þar sem hann er svo snöggur og góður í markinu Joyful

Jódís Guðrún fékk einhverja pest í sig um síðustu helgi sem hún hristi nú af sér og er orðin hress.  Kalli vinur kom frá Færeyjum í dag, millilenti í Kaupmannahöfn á leið sinni til Malaga á Spáni þar sem hann er að fara á olíumálunarnámskeið í fjallaþorpi nálægt, í einhverja viku, 10 daga.  Hann átti rúmlega 2ja tíma stopp hérna svo við Halldór hittum á hann í flugstöðinni sem var alveg rosalega gaman Smile.  Halldór hefur alveg hreint vitlaust að gera í vinnu, sem er bara alveg frábært!!  Og meira að segja svo að hann ákvað að afþakka vinnu á morgun og taka einn dag frí þar sem hann hefur unnið rúma viku og fer að vinna strax á sunnudaginn og út næstu viku þar til daginn sem hann fer heim.  En það var líka vegna þess að Einar og Marta voru búin að bjóða okkur í lambalæri á morgun og við farin að hlakka voða voða til Grin.

Annars erum við bara í ,,god humør" en...

...hvað er að Skagamönnum??!  Var Dabbi virkilega fýsilegasti kosturinn fyrir Moggann þegar þeir eru að segja upp tugi manna, á það að hjálpa núna þegar hann er einn umdeildasti maðurinn á landinu og þá sér í lagi í tengslum við bankahrunið?  

Nú er ég bara svo aldeilis hissa! Woundering 


Hrabba

Í sumar kom í heimsókn til okkar kisa á hverjum degi, stundum nokkrum sinnum á dag.  Fyrst áttum við erfitt með að greina hana frá kettinum hans Steffens, sem ég hef áður skrifað um og við pössum fyrir hann ,,en gang i mellem", því hún var kolsvört eins og hann.  En við þekktum hana þó fljótlega á því að hún var mun grennri og sísvöng.  Borðaði hreinlega hvað sem var.  Fyrst fékk hún nú bara aukapylsuna sem var eftir á grillinu eða kartöfluna sem datt á jörðina en svo fórum við að gefa morgunmat þegar við settumst út í sólina með morgunkaffið.  Það var greinilegt að hún fékk ekki að borða annars staðar en einnig nokkuð augljóst að hún var, eða hafði verið, gæludýr því hún var svo gæf.  

Það var náttúrulega ekki hægt að hafa hana nafnlausa og þar sem hún hafði enga ól vissum við ekkert hvaða nafn eigendur hennar höfðu gefið henni svo við ákváðum að finna fallegt og þjált nafn á hana.  Við vorum svolitla stund að velta nöfnum upp sem pössuðu við hana... Tinna.. neei, Kolla... neeei, Hrafntinna... hmm... neea.. Hrafnhildur!! Já, Hrafnhildur skyldi hún heita, eitthvað sem Daninn ætti auðvelt með.  En af því að Hrafnhildur er svo langt nafn þá ákváðum við að gefa henni gælunafnið Hrabba.  Á innan við degi var hún farin að hlýða nafninu sínu og hlaupa til okkar þegar við kölluðum á hana.  Greinilegt að henni líkaði nafnið.  Jódís var ekki lengi að ná nafninu og kallaði við hvert tækifæri ,,Jabbaaaa!"  Og kisa hlýddi.  Einn dag hætti hún bara að koma, líklega farin til feðra sinna en Jódís sá aldrei muninn á Hröbbu og kettinum hans Steffen þannig að hún kallar hann alltaf bara Hröbbu (eða Jöbbu) þegar hann skýst framhjá henni og hún er enn svolítið hissa að hann skuli ekki vilja leyfa henni að klappa sér eins og Hrabba gerði alltaf.  Í morgun klifraði hún svo upp í rúm til okkar og fór út í glugga þar sem hún kallaði fullum hálsi út ,,Jabbaaaaaa!!!  Jabbaaaaa!!!.. Jaaaabbaaaaa!"  Við hin, sem vitum að kötturinn hans Steffen heitir ekki Hrabba, köllum hann bara Cat Stevens.


Jódís Guðrún 2ja ára

Í gær var sem sagt komið eitt ár síðan við héldum upp á afmælið hennar Jódísar Guðrúnar úti í garði í ofsalega góðu veðri.  Við ákváðum að endurtaka leikinn og buðum því til afmælisveislu á sunnudaginn.  Hentar svona betur en mánudagurinn til slíkra gjörninga Joyful.  Til veislu komu Lóa og Þröstur, Sigrún og Andý, Einar og Marta og Pétur og Tanja Ósk.  Við byrjuðum úti í garði, það var reyndar búið að hóta rigningu á okkur allan daginn en enn var ekkert farið að bóla á henni.  Okkur leist samt ekkert á skýjabakka sem var að færast nær en ákváðum þó að láta hann ekkert á okkur fá og hófum veisluna.  Við vorum þó rétt búin að renna niður fyrstu bitunum þegar fór að rigna vel á okkur en vel þjálfað teymið náði að koma öllu innfyrir á innan við mínútu.  Veislan hélt því áfram innandyra en við horfðum eiginlega löngunaraugum út því þetta var bara smá skúr og sólin glennti sig eiginlega allan tímann og vel á eftir.  Eftir að við höfðum fengið okkur í gogginn ákváðum við því að fara út og sátum þar í góða stund, Sigrún og Andý fóru þó fljótlega.  

Við vorum bara alveg alsæl með daginn og daman með gjafirnar sínar sem voru hver annarri glæsilegri.  Hún var þó farin að fá eitthvað í magann þegar leið á daginn, þó ekki af matnum því hún fékk sér aðallega bara skinkuhorn sem ég bakaði handa okkur og kökurnar borðaði ekki mikið.  Eysteinn kom heim úr fótboltamóti með gullmetalíu sem liðið hans vann um helgina og Eysteinn Aron skoraði hvorki meira né minna en sjálft gull-markið.  Markið sem réð úrslitum um það hvort þeir fengju silfur eða gull.  Hann var því freeekar ánægður með sig, enda orðinn framherji í liðinu og talinn mjög góður sem slíkur.  Hann hefur náttúrulega bara æft fótbolta í tæpar tvær vikur og hingað til hefur hann verið hrifnastur af markinu.  En ekki lengur! Grin

En í gær voru sem sagt bæði börnin heima, Eysteinn með hita og rosalegt kvef eftir helgina, auk þess sem einhver eyrnabólga hefur náð að læðast með og Jódís Guðrún enn með í maganum svo ekki var þorandi að fara með hana á vöggustofuna í slíku ásigkomulagi.  Kakan sem ég bakaði fyrir sam,,nemendur" hennar þar mátti því pakkast inn og bíða til dagsins í dag þegar hún var orðin góð og við trakteruðum krakkana og fóstrurnar með köku.  Þær voru hinar ánægðustu með þetta allt saman.  Við Eysteinn kíktum til læknis í gær sem sagði að engin sýking væri í eyranu og var hann orðinn hitalaus í dag svo hann fór bara í skólann.  Tveir afmælispakkar bárust Jódísi í gær, annar frá Jóni og Valgerði, ægilega sætur kjóll og hinn frá ömmu Gurrý sem innihélt fullt af fötum á þá stuttu auk þess sem hún gleymdi sko ekki stóra bróður og pabbanum á heimilinu með fötum nammi og E. Finnsson kokteilsósu LoL.  Já, það var sko mikil hamingja á bænum þegar sá pakki var opnaður, og ekki bara hjá þeirri stuttu sem var ægilega ánægð með báða pakkana, og sagði stórt ,,Vááá!!" þegar hún sá gjafirnar sínar LoL.  Ástarþakkir fyrir hana og okkur öll!!

Veðrið var svo rosalega gott í dag að við ákváðum að smella á grillið nokkrum kjúklingabitum og grænmeti sem var líka svona ljómandi ljúffengt.  Pétur og Tanja Ósk borðuðu með okkur og höfðum við það bara ægilega notalegt saman.  Nú eru þau farin og Jódís farin að sofa og við bara að koma okkur í ró eftir hreint dásamlegan dag.  Eysteinn Aron getur líka vel við unað eftir að hafa fengið legghlífar og sitthvað fleira fyrir fótboltann.  Nú er honum ekkert að ,,landbúnaði" að fara að skora fleiri mörk LoL.  Halldór er búinn í Tívolíinu en er þó kominn með nokkur aukaverkefni þar auk þess sem hreinlega frussast inn aukavinnan hjá Show Crue svo hann var voða feginn að fá frí í dag þar sem það er fyrsti frídagurinn hans í viku og hann verður að vinna áfram út vikuna og fær svo dag eða tvo í fríi og svo aftur að vinna.  Frábært alveg!  Nú hlýtur að fara að detta eitthvað inn hjá mér þar sem fyrstu umsóknarfrestir voru að renna út núna í síðustu viku og byrjun þessarar og svo áfram.  Reyndar eru þeir ægilega duglegir að gefa sér tíma til að fara yfir umsóknir.  Ég held allavega ótrauð áfram að sækja um enda um aðeins auðugri garð að gresja hér en á Íslandi hvað atvinnumöguleika varðar Crying.

En svona rétt í lokin ætla ég að smella nokkrum myndum af afmæliskaffinu- og afmælisbarninu.

Nývöknuð fyrir afmæliskaffiðSystkinin sísætuSystkinin sísætustuAfmæliskaffi útivið..svona rétt áður en fór að rignaAfmælsikaffi innivið..svona rétt eftir að byrjaði að rignaJódís litla afmælisbarn að klæða sig í fínu skónaAfmælisbarnið á afmælisdaginn með Lubba og Millý

 


Fréttir undangenginna daga

Það er svo ósköp lítið að frétta af okkur að mér finnst eiginlega varla taka því að vera að henda inn einhverju bloggi Undecided.  En jújú, Eysteinn fór í gær á fótboltamót til Roskilde með félaginu sínu en hann er farinn að æfa ásamt Jacob og Anders hjá KFUM sem er staðsett mitt á milli skólans og klúbbsins, svo það er ferlega þægilegt.  Hann verður fram á sunnudag og fékk ekki að taka með sér símann sinn svo ég treysti því bara að hann hafi það gott Wink.  Halldór er núna akkúrat um þetta leyti að hefja síðustu sýningu sína í Tívolí, allavega þetta sumarið, og var bara hress með það.  Það á síðan að vera eitthvað heljarinnar húllumhæ á eftir sem ég treysti líka að verði bara bráðskemmtilegt Smile.  Nú!  Við mæðgur vorum einar heima í gærkvöldi þar sem Eysteinn var þá farinn í fótboltaferðina og Halldór að vinna.  Við buðum Einari og Mörtu, og Lóu og Þresti á sýninguna og gerðum heiðarlega tilraun til að bjóða Sigrúnu og Andy, og Pétri og pabba hans líka en þau komust ekki.  En þau sem komust skilst mér að hafi skemmt sér svona strålende vel Joyful.  

Á morgun ætlum við svo að halda smá afmæliskaffi í tilefni tveggja ára afmælis dömunnar á mánudaginn og verðum við að vona að veðrið verði eins gott og í fyrra þegar við sátum bara úti í garði allan tímann Joyful.

Að öðru leyti er bara ekkert að frétta.. en fréttaveitan er opin allan sólahringinn og kemur þeim áleiðis um leið og þær berast.

Gott að sinni

Bless í bili! 


1 árs afmæli

Í dag er nákvæmlega eitt ár frá því við fluttum til fyrirheitna landsins.  Nákvæmlega núna, fyrir nákvæmlega einu ári síðan, vorum við að koma nýja rúminu okkar fyrir sem var þá nýkomið með heimsendingaþjónustu Ikea.  Ég get ekki lýst því hvað við vorum fegin að fá rúmið og hvað við vorum þreytt eftir daginn þegar við lögðumst upp í það.  Halldór var að vinna í allan dag fyrir Show Crue, aukavinnunni sinni, og kom ekki heim fyrr en um átta leytið en ég var samt staðráðin í því að við skyldum halda upp á afmælið og eldaði því dýrindis steik fyrir okkur og Eysteinn tók allt til í stofunni, kveikti á kertum og lagði á borð.  Hann lét síðan lagið okkar Halldórs í gang (yes... we've got a song Grin), Here, there and everywhere með Bítlunum, í gang akkúrat þegar Halldór steig inn.  Þá var maturinn líka akkúrat að renna í tilbúna gírinn.  Eysteinn sá til þess að við hefðum góða dinnermúsík undir matnum og þetta var bara dásamlegt.  Maturinn bragðaðist afbragðs vel og við höfðum það svo kósí.  Svo lék stelpan á alls oddi, trommaði í takt við Eystein og dansaði í takt við okkur þegar skemmtileg lög komu.  Svona eiga afmæli að vera Joyful.

Á föstudaginn var Eysteinn búinn að vera alla vikuna í danskennslu niðri á Nørrebro og það var komið að því að sýna afraksturinn.  Halldór var auðvitað að vinna, eins og alltaf á föstudags eftirmiðdögum svo við mæðgur héldum upp í ferð í þennan þáverandi grunnskóla og núverandi skóla.  Eysteinn Aron og Anders, besti vinur hans, tóku fagnandi á móti okkur úti á götu og leiddu okkur inn á skólalóðina.  Við foreldrarnir fengum svo að raða okkur á stólana sem búið var að koma fyrir og var ég svo heppin að fá bara pláss á besta stað fyrir miðju Joyful.  Fyrst sýndi 5.u og það var virkilega flott hjá þeim en svo var komið að 5.y, bekknum hans Eysteins, og á undan talaði einn kennaranna og útskýrði danssýninguna fyrir okkur.  Þau  áttu að finna eina jákvæða mynd og eina neikvæða í tímariti eða dagblaði og vinna einstaklings dansa út frá þeim.  Þema dansins var jörðin og alheimurinn og mikið unnið með svart og hvítt, enda voru föt krakkanna bara í svörtu og hvítu.  Hann sagði að fyrst hefði þeim ekkert litist á blikuna þar sem allir hefðu bara sýnt skotárás sem neikvæðu myndina og kossa sem jákvæðu myndina og erfitt hefði verið að vinna út frá því.  Svo hafi þau ákveðið að para stráka og stelpur saman og þá hafi gerst eitthvert undur og komið ótrúlega skemmtilegt kombó út frá því sem hefði hreinlega lyft íþróttasalnum  (sem við sátum í) upp á annað plan.  Kennararnir voru þrír, ein nútíma dansari og tveir break- og street dansarar.  Svo kom hópurinn inn og allir lágu á gólfinu.... Nema Eysteinn Aron, sem stóð einn á miðju gólfinu og sneri frá okkur.  Lagið byrjaði svo.. ,,Lord you´re gonna leave me, all by myself" og Eysteinn dansaði einn á meðan allir lágu og mimaði með textanum þannig að það var eins og hann væri að segja þetta og svo risu allir hægt upp og showið hófst.  Litla stolta mömmuhjartað tók þarna nokkur aukaslög vegna framkomu sonarins sem var frrrrábær!!!  Hann var svoooo flottur!  Öll danssýningin þeirra var líka svo flott og svo æðislega gaman að sjá hvað þau höfðu skapað sjálf og hvernig þeim hafði verið kennt að færa það í svona flottan búning.  Hreint frábær sýning í alla staði.  Verstur fjandi að ég fann ekki vélina til að taka með, svo þið verðið bara að taka mig trúanlega Tounge.

Pétur og Tanja kíktu til okkar á laugardeginum í yyyyndislegu veðri þar sem við settumst bara út með morgunkaffið og sátum enn úti þegar þau komu.  Halldór þurfti reyndar að fara fljótlega í vinnuna en kom svo aftur um kvöldmatarleyti.  Á sunnudeginum var veðrið líka svona frábært svo við ákváðum bara að kíkja til Einars og Mörtu, enda hafði ég aldrei komið til þeirra, þau alltaf bara til okkar.  Þá var Marta búin að baka svo fínt handa okkur og leggja á borð og bara þvílík flottheit.  Pétur og Tanja komu svo þangað og við fórum svo fljótlega bara út í garð til að njóta veðursins.  Það var svo erfitt að yfirgefa partýið að þau ákváðu bara að bjóða okkur í pizzu líka, sem við og þáðum og fórum því ekki heim fyrr en um átta leytið um kvöldið.  Þá var líka búið að fara í Yfir með nokkur óþroskuð epli og í leikinn Í grænni lautu og annað skemmtilegt.  Alveg hreint frábær dagur Joyful.  

Við Halldór ákváðum síðan að fara með eina umsókn fyrir vinnu handa mér bara á staðinn, svona til að sjá aðstæður, þar sem það er vel út úr Kaupmannahöfn, aðeins norðar en Farum.  Það var enn og aftur meiriháttar gott veður, sól og blíða.  Við stoppuðum við í Farum í bakaleiðinni og fengum okkur að borða og komum aðeins við í hjólabúð sem Thomas, gamall vinur mömmu og pabba á.  Aðeins að kasta á hann kveðju.  Það var gaman að sjá hann svona 20 árum seinna og hann sagði mér að annar úr blokkinni (sem við bjuggum í) hafi kíkt fyrr um daginn LoL Skemmtileg tilviljun!

Hringt var í Halldór og hann beðinn um að mæta í vinnu hjá Show crue 1,2 og 3, sem hann og gerði... tveimur tímum síðar  Joyful þar sem kom á daginn að einn hafði hreinlega dottið niður dauður þarna fyrr um daginn.  Einn Íslendingur, Jón Hjörtur, og einn dani náðu þó að pumpa hann í gang áður en sjúkrabíllinn kom, svo hann er sprell-alive í dag.. sem betur fer!

Í morgun var Halldór svo mættur í vinnu hjá Show Crue klukkan 7 og ég fór með stelpuna á vöggustofuna og þaðan til Lóu þar sem ég fékk mér kaffi og spjall.  Hún er að fara að byrja í master í Álaborg á þriðjudaginn svo það fara að verða síðustu forvöð að sjá hana í bili Smile.

Annars bara áframhaldandi vinnuumsóknir hér og meira fjör, við höfum það afskaplega gott og ekki er veðrið til að spilla fyrir LoL.

Afmælið hennar Jódísar á mánudaginn.. þá verður sú stutta 2ja ára, ótrúlegt en satt!!!

Jæja, gott að sinni,

bless í bili! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband