Eintóm hamingja!

Jæja, stelpan orðin hress svo við Halldór röltum okkur með hana (já og tókum líka strætó) á vöggustofuna í áframhaldandi aðlögun. Þegar við komum inn hliðið þá skríkti í minni. Jiii hvað hún var ánægð að vera komin aftur og hún ætlaði sko ekki að vera föst í fanginu á mér þegar hún sá sandkassann og reyndi hvað hún gat að skríða frá mér svo ég rétt náði að klæða hana í pollabuxurnar áður en hún renndi sér frá mér. Bettina, sem hefur séð um hana í aðlöguninni, var veik svo það kom bara önnur og settist hjá okkur og eftir svolitla stund þá kvöddum við Jódísi Guðrúnu (sem var sko slétt sama) og röltum í búðina sem er rétt við og notuðum bara tímann til að versla inn á meðan.

Við vorum rétt rúman hálftíma í burtu og þegar við komum aftur sat mín í fanginu á fóstrunni og í kringum þær voru fullt af börnum og nokkrar fóstrur og ein þeirra með gítar og svo var bara verið að spila og syngja. Rosalega gaman!  Hún var voða sátt þarna en þegar hún sá mig fór hún þvílíkt að skæla.  Fóstran sagði alveg um leið að hún hefði verið svo góð, bara að leika sér og ekkert skipt sér af því hvort við værum þarna eða ekki.  Ég sagðist alveg sjá það að hún hefði haft það udmærked Wink

Eysteinn kom heim eftir skólann þvílíkt ánægður eftir daginn, þvílíkt sem við erum hamingjusöm yfir því hvað hann er ánægður þarna.  Hann ætlar síðan að fá það á hreint í hvaða klúbbum þessir félagar hans, sem hann er mest með, eru í svo við getum reynt að skvísa honum í þá. 

Halldór fór síðan í vinnuna og í staðin kom annar Halldór, hópfélaginn minn í kynjafræðinni.  Við vorum ekki búin að spjalla mjög lengi þegar það kom í ljós að við höfðum bæði verið skiptinemar í Paraguay LoLótrúlegt!!!

Halldórinn minn Joyful hringdi síðan og sagði mér frá fundinum sem hann hafði verið á með hljóðdeildinni þar sem fram kom að hann yrði fyrstu 3 mánuðina í gamla leikhúsinu svo færi hann næstu þrjá í Óperuna og eftir það í Nýja leikhúsið.  Það á bráðlega að skipuleggja ferð með hann í þau hús til að sýna honum allt umhorfs þar.  Það var búið að setja hann á plan við hinar ýmsu sýningar og bráðlega á hann að fá sínar sýningar til að stýra í leikhúsinu.  Hann var að sjálfsögðu í skýjunum yfir þessu öllu, enda er alveg meiriháttar hvernig móttökur hann hefur fengið við Konunglega.  Á morgun á hann svo frí svo þá ætlum við að fara og ganga frá dönsku-námskeiðinu og fleirum praktískum hlutum.  

...Og talandi um dönsku-námskeiðið.  Hann var búinn að tala við kommúnuna (sem býður upp á námskeiðið) og fá alla tíma þess á hreint.  Í boði voru þrjár leiðir, morgun-námskeið 4x í viku, hádegisnámskeið 3x í viku og kvöldnámskeið 2x í viku.  Hann ákvað að velja kvöldnámskeiðin sem eru frá 17-20.  Þegar hann bar það undir yfirmanninn virtist hann ekkert allt of hress með þetta allt.  "Ætlarðu þá að vera að vinna hérna á daginn og vera á námskeiðinu á kvöldin?" -"já!"  Hvað með konuna þína? spurði hann þá.  "-Konuna?"  "-Já, eigið þið ekki tvö börn?" -"Jú." "Og ætlar þú að vera að vinna hérna á daginn og á námskeiðinu á kvöldin?" Þá hafði hann svona ægilega miklar áhyggjur af mér þessi elska Joyful  Svona eru þeir, ekkert nema fjölskyldan.  OMG hvað þetta er annað samfélag en það sem við búum við heima, haha!

Jæja, gott í bili.

Ciao! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta allt saman.  Þvílík upplifun að fá svona glæsilegt tækifæri fyrir ykkur öll.  Hér er rok og hér er bræla, rigning dag eftir dag, viku eftir viku.   Innilegar kveðjur Heiða

Aðalheiður Jónasdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband