Valby-ferðin

Þegar við lögðum af stað uppá strætóstopp í gærmorgun, rétt fyrir klukkan 9, þá var svolítið kalt.  Við héldum okkur í sólinni til að halda á okkur hita meðan við biðum eftir strætó.  Það var því ferlega gott þegar strætóinn kom loksins og við fengum að sitja í hlýjunni og horfa á húsin þjóta framhjá okkur.  Eða kannski öfugt?!  Allavega þá vorum við Halldór í miðju samtali þegar kom að stoppistöðinni okkar hjá vöggustofunni svo ég var svolítið hissa fyrst þegar hann hjálpaði mér niður með vagninn úr vagninum (haha) og sagði svo bara "Við sjáumst!"  Svo mundi ég allt í einu að hann átti náttúrulega að mæta til vinnu skömmu síðar svo hann hélt auðvitað áfram niður á Nørreport.  Nú átti daman að prufa að sofa á vöttustofunni og svo ætluðu þær bara að hringa í mig þegar hún væri vöknuð.  Hún ætlaði eitthvað að fara að myndast við að skæla þegar ég kvaddi hana en hætti svo við.   Það er nefnilega svo gaman að fara í þennan daglega göngutúr sem þau byrja alltaf á um leið og við mætum.  Eins og venjulega lögðu tveir vagnar af stað með tveimur börnum í hvorum og tvö, þrjú kríli gangandi með.

Ég rölti mér bara heim með strætó Grin og náði að læra alveg fullt, alveg frábært!  Svo þegar klukkan var orðin hálf tvö þá var mér nú eiginlega ekkert farið að lítast á blikuna, ekkert farið að hringja enn!   Hún hlyti að vera löööngu vöknuð. Ég ákvað nú samt að gefa þeim séns til klukkan tvö.   Rúmlega tvö var ég komin með símann í hönd þegar hann hringdi, hún var vöknuð!  Eysteinn, sem var þá nýkominn heim úr skólanum, rosa ánægður að venju, kom með mér í fyrsta skipti á vöggustofuna og þau voru komin inn að fá sér síðdegishressingu þegar við komum.  Dagurinn hafði gengið bara rosalega vel og hún fór fyrst að skæla þegar hún sá mig.  Algjör vitleysingur, hehe.

Við tókum svo bara strætó áfram niður í bæ þar sem við þurftum að finna hjálm á dömuna svo ég geti farið að hjóla með hana.

-Já sem minnir mig á!!!

Ég er sem sagt búin að fá hjólið frá nágrannanum, þetta fína hjól með 3 gírum og barnastól og alle græjer og hann sagði mér að prufa það í nokkra daga áður en ég ákveð hvort ég kaupi það af honum eða ekki.  Ekki alls staðar sem maður fær svona góðan díl Wink

-En áfram með söguna:

Við komum við í tveimur hjólabúðum og sáum að hjálmur fæst ekki gefins.  300 kr. fyrir hjálminn sem gera, miðað við núverandi - himinháa gengi tæplega 5.500 krónur.  Þetta slagar hátt upp í verðið á hjólinu svo ég ákvað að bíða aðeins með þetta og sjá hvort við finndum ekki eitthvað aðeins ódýrara í stórmörkuðunum.  Á seinni staðnum sem við komum inn sáum við stól sem er alveg eins og sá sem er á hjólinu mínu svo ég tékkaði á verðinu, bara svona í gamni.  750.- kostaði hann!!! Það sér ekki á stólnum á hjólinu mínu svo í raun má segja að ég borgi 50 kall fyrir hjólið því hann vill fá 800 kall fyrir það -með stólnum.  Góður díll það!  Já og svo verð ég að bæta við að þegar ég kom með vagninn inn í búðina þá kom afgreiðslumaðurinn til mín og sagði alvarlegur og svolítið hissa "Það má ekki koma með vagna inní búðina!"  Ég leit í kringum mig og sá notuð óhrein hjól og bara fattaði ekki fyrr en eftir á: Af hverju í ósköpunum ekki??!!

Allavega, Halldór var bara akkúrat búinn í vinnunni svo hann tók Metró-inn til okkar og saman fórum við í reisu til Valby þar sem ég hafði lofað Lóu vinkonu að líta aðeins á íbúðina meðan þau væru á Íslandi.  Við hoppuðum uppí næstu lest og þegar við komum á Valby-station þá röltum við aðeins við í mall-inu sem er þar, ægilega fínt og þar fann ég þennan fína Tweety-hjálm á stelpuna á 150 kall svo við fjárfestum í honum.  Munar pííínu á prís Wink.  Litum svo heim til Lóu og Þrastar og fórum svo aftur í Mall-ið.  Við keyptum þetta ægilega fína grísa-snitsel í matinn og svo stukkum við upp í næstu lest til Østerbro og þaðan á Emdrup-station.  Þaðan svo með strætó heim.  

Við vorum ekki komin heim fyrr en um átta leytið og úff hvað það skreið þreytt fjölskylda upp stigann þá. Ég lokaði mig af inní eldhúsi og dreif í að matreiða snitselið enda allir að drepast úr hungri og við náðum að borða bara 20 mín. síðar.  Eysteinn var orðinn svo þreyttur að hann sofnaði nánast yfir matnum og var kominn uppí fyrir 9.  Stelpan var hins vegar sofnuð áður en hún lagðist á koddann hálftímanum fyrr. Við foreldrarnir vorum litlu skárri og eftir að hafa gengið frá skriðum við uppí koju og vorum sofnuð um hálfellefu. Sem var mjög gott því stelpan er farin að taka upp á því að vakna á klukkutíma fresti að leita að snuðinu sem þá yfirleitt er dottið niður á gólf.  Það er svolítið lýjandi að vakna upp svona oft yfir nóttina, segi það ekki og því ágætt að hafa þá farið snemma í háttinn.

Í morgun var svo frumburðurinn búinn að borða, taka til skóladótið og föt og farinn í sturtu þegar klukkan hringdi, útsofinn og fínn.   Ég smurði bara handa honum nesti og svo var hann tilbúinn í skólann og hjólaði sér af stað rétt fyrir átta.  Við tók svo sama rútínan hjá okkur þremur, taka stelpuna til og koma sér í strætó rétt fyrir níu til vöggustofu og vinnu.  Þegar ég hafði skilað af mér stelpunni kom ég við á kaupmanninum á horninu og rölti mér svo heim í þessu yyyyndislega veðri sem nú er.  Það er sól og logn og bara yndislegt og ég tók nokkrar myndir sem ég ætla að láta fylgja með svona úr umhverfinu.

 

Göngustígur

  Þetta er göngustígurinn sem við göngum yfirleitt rétt hjá okkur, liggur við Utterslev Mose.  Þetta er rosalega vinsæl hjóla- og hlaupaleið enda eðals aðstæður til þess með aðskildum samliggjandi brautum.  

Utterslev Mose
 
 
 
 
 
 
            Hérna er svo önnur af Mose-num en myndirnar eru teknar á símann minn svo gæðin eru náttúrulega ekki sem best og það var ekki svona dimmt eins og sýnist þegar ég tók myndina heldur sólríkt og bjart Grin

Jólatré

Ég á svona gervijólatré heima, sem amma Rúna átti.  Á því eru rauð ber á endanum og ég hef aldrei séð svoleiðis áður á grenitrjám svo ég bara varð að taka mynd af berjunum á "jóla"-trénu sem er við götuna hjá okkur.  Alveg rosalega gervilegt tré hehe Cool
 
 
 
 
 
 
 
Brómberjarunni
Þessa mynd set ég inn svona mest fyrir hana Soffíu vinkonu, til að sýna henni að það er brómberjarunni í garðinum hjá mér Tounge  Ekki stór en það eru þónokkur ber á honum og eins og sjá má á myndinni eru þau að verða fullþroskuð svo við höfum geta tínt upp í okkur eitt og eitt ber.  Í görðunum í kring er mikið af eplatrjám og það er einmitt epla-season núna svo maður fær alveg vatn í munninn og mikla löngun til að teygja sig aaaðeins inn fyrir girðinguna og næla sér í eitt og eitt epli.  Ohh, af hverju er ekki eplatré í garðinum okkar? FootinMouth
Systkinin
 
 
Eysteinn er ægilega duglegur að æfa sig á bassann en um leið og hann byrjar að æfa er mín mætt á svæðið.  Þarna er hann í smá pásu að lesa og hún að hnoðast á honum, sem er b.t.w. uppáhalds leikurinn hennar.
 
 
 
 
 
 
 
Mynd004
 
 
 
 
Það er svoooo gaman að klifra uppí rúmið hans Eysteins og þetta er skemmtilegasta leiðin.  Við eiginlega tímum ekki að taka ferðatöskuna frá gaflinum þetta og eyðileggja skemmtilegustu prílu-leiðina.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Mynd007
 
 
 
 
 
Og ein svona í lokin þar sem hún situr á bekknum sem við fengum lánaðan hjá Ásdísi sem leigði íbúðina á undan okkur.  Ægilega sniðugur bekkur sem er líka kista full af legó-kubbum. Rosalegt sport!
 
 
 
 
 
Gott í bili.
 
Ciao! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ji hvað þú ert dugleg að skrifa, ekkert smá skemmtilegt að lesa pistlana þína

Kv. Valgerður stödd í B18

P.s. Guðrún og Leifur senda kveðju.

Valgerður (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Arnrún

Æ takk :) Gaman að fá smá feedback. Bið að heilsa :D

Arnrún, 20.9.2008 kl. 08:30

3 identicon

Elskurnar, mikið er þetta skemmtilegt blogg hjá ykkur og dásamlegt fyrir okkur að geta fylgst svona með. Frábært að heyra hvað þið ætlið öll að aðlagast vel lífinu þarna í ríki Þórhildar, bara samt ekki of vel því þið verðið að hlakka til að koma heim aftur. Hér gengur allt sinn vanagang, afi fer í rannsóknir í vikunni og svo förum við bæði í Hveragerði 8. október. Amma kom heim í fyrradag með nýja barnabarnið frá Kína, hún er flott og við hlökkum til að fá jafnöldrurnar saman í heimsókn, vonandi næsta sumar.

Bestu kveðjur til ykkar allra,

amma og afi

amma og afi á Kjalarnesinu (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband