...Og svo kom pabbi :)

Þriðjudagurinn 16. desember var dagur sem við höfðum beðið eftir með óþreyju.  Þá kom nefnilega hann pabbi minn til mín Joyful.  Þar sem þetta var nú bara ósköp venjulegur þriðjudagur þá voru allir í vinnu og skóla -nema litla píslin mín sem enn og aftur var orðin eitthvað lasin, reyndar hitalaus.  Við fórum því mæðgurnar og sóttum afann á völlinn sem þurfti ekki að borga nema 10 kg í yfirvigt því sú sem bókaði hann gaf honum 5 kg Whistling  Eysteinn jr. beið okkar svo þegar við komum heim og við hófumst handa við að fylla frystinn af mat og skápinn af jólagjöfum.  Takk öll Joyful.  Svo tók bara við fréttaflutningur fram og tilbaka fram á kvöld.

Á miðvikudeginum fór svo daman á vöggustofuna og ég eyddi deginum í að klára síðustu ritgerðina mína sem ég náði svo að skila um nóttina.  Vinna og skóli hjá feðgum og pabbi fór í bröns hjá Sigrúnu og var kominn tímanlega til að koma með mér að sækja stelpuna á vöggustofuna.  Rólegheit um kvöldið.

Á fimmtudaginn fór ég með stelpuna til læknis, eftirskoðun eftir pensilínkúrinn og allt kom vel út, svolítill roði í hægra eyranu en ekkert til að hafa áhyggjur af, átti að koma aftur með hana þegar hún væri frísk og ekki svona kvefuð svo hún gæti séð hvort eyrað væri þá ekki fínt svona að öllu jafna.  Ég pantaði fyrir hana síðbúna 15 mánaða skoðun, þar sem hún verður þá orðin 16 mánaða, en heima fara börn í 18 mánaða skoðun, hafði þó heyrt að það væri eitthvað fyrr hér.  Við mæðgur og feðgin (Ég, pabbi og Jódís Guðrún) röltum okkur svo saman upp að kirkjunni hér ekki langt frá til að skoða hana.  Hún var nú ekki ósvipuð Hallgrímskirkju, bara öll múrsteinslögð svo hún er ekki eins kuldaleg að innan.  Mér hafði fundist ég eitthvað hálf svona skrýtin um mig alla áður en við lögðum í hann en þegar við vorum að fara úr kirkjunni fann ég að það var bara að líða yfir mig.  Það skánaði nú um allan helming þegar við komum út í ferska loftið en ég var samt eitthvað máttlítil á leiðinni heim.  Ég ætlaði nú varla að hafa það upp tröppurnar og fannst ég bara svo rosalega orkulaus svo ég fékk mér eitthvað að borða, skánaði nú eitthvað við það en ákvað svo að leggja mig fyrir matinn.  Sem ég og gerði og sauð svo nokkra ýsusporða handa okkur að snæða og kom stelpunni í svefninn en svo var ég líka bara búin á því og lá bara fyrir framan sjónvarpið eins og slytti meðan ég leyfði gestinum að ganga frá Woundering.  

Á föstudeginum vaknaði ég nú öll skárri og við Halldór kvöddum pabba þegar við fórum með stelpuna á vöggustofuna því hann var að fara til Sigrúnar og Terrýs fram á sunnudag.  Við urðum hins vegar samferða niður á Nørreport þar sem hann hélt áfram í vinnuna en ég hitti Lóu sem ég var búin að draga með mér í Fields til að versla á mig föt.  Ég var nefnilega orðin svo þreytt á að þurfa að vita með ca. hálftíma fyrirvara hvenær við ætluðum út úr dyrum þar sem rennilásinn var orðinn svo leiðinlegur á jakkanum mínum.  Það var svona líka frábær útsala og ég fékk mér æðislega ullarkápu á 500 kall og vorkápu á 200 kall... ég bara gat ekki sleppt því tilboði Tounge svo nú getur vorið farið að koma því ég á svona líka flotta kápu til að taka á móti því Grin.

Við fjölskyldan vorum svo boðin í mat til Sigrúnar og Andy svo við tókum strætó þangað og þegar við vorum komin að Trianglen sáum við að snuddusogan var búin að týna snuðinu sínu svo við stóðum þarna á götuhorni og vorum að koma henni fyrir í vagninum og tala um hvort ekki væri Matas nálægt til að stökkva inní þegar ég tek eftir að hálfpartinn fyrir aftan okkur stendur kona með tvær stórar ferðatöskur og horfir á okkur og búin að vera að því í smá stund.  Ég lít á hana og spyr hvort við séum fyrir henni en þá svarar hún bara á íslensku ,,Nei nei, þetta er allt í lagi" og brosir.  Hún náði síðan þarna á um 5 mínútum að segja okkur ævisögu sína í stuttu máli.  Sagði að hún hefði búið í Dk meira og minna síðan hún var 5 ára því pabbi hennar hefði lært óperusöng og það hefði ekki verið nein ópera heima á þeim tíma.  Þau hefðu því flutt til Ítalíu og ferðast eitthvað um í einhvern tíma en hann hefði svo endað á því að fara að syngja hjá Det Kongelige Teater.  Sjálf væri hún svo gift sendiherra og þau hefðu átt heima út um allan heim. -Þá vitið þið það!  Veit ekkert hvað hún heitir eða hver pabbi hennar var.  En sá sem kemur með rétt svar vinnur flugferð fyrir tvo til okkar, gisting og uppihald í heila viku Grin

Sigrún og Andy buðu okkur upp á ægilega gott Chilly og bjór með og svo var farið í það að velja jólaskraut því þau ætluðu að lána okkur eins og við vildum.  Við tókum stóran kassa með okkur heim svo við splæstum í leigubíl tilbaka Joyful.

Í gær -laugardag- fóru feðgar í Tívolí og voru farnir úr húsi upp úr hádegi.  Stelpan sofnaði út í vagni þá og ég lagðist fyrir framan sjónvarpið og horfði á Notting Hill... í hundraðasta skipti.  Hún er bara svo mikið æði þessi mynd!!!  Ég ætlaði að fara að gera eitthvað en var hálfslöpp og hugsaði með mér að í dag ætlaði ég að gera EKKERT!!!  Stelpan var með mér í liði og svaf í rúma þrjá tíma Grin  Hún var líka ægilega fín þegar hún vaknaði og við dunduðum okkur hérna saman við að raða í uppþvottavélina og taka til svona í rólegheitum og svona.  Feðgar komu svo heim um hálftíu um kvöldið.  AAAAAAlveg búnir á því enda búið að taka alla rússíbana og klessubíla í 8 tíma stanslaust.  Halldór hetja!!!

Þá er ég komin að deginum í dag Grin.  

Ég var sofnuð svo snemma í gærkvöldi að ég vaknaði bara fyrir 8 í morgun og laumaði mér fram til að vekja ekki stelpuna.  Hellti mér uppá kaffi og kveikti á kertum um alla stofuna því það var ennþá svo dimmt.  Eysteinn vaknaði um svipað leyti og við höfðum það bara ósköp notalegt saman bara tvö.  En það kom að því að stelpan vaknaði og þá tók náttúrulega við að sinna henni.  Pabbi kom svo heim um 9 leytið frá Sigrúnu og Terry en þau höfðu keyrt á flugvöllinn þaðan sem þau svo tóku flug sunnar á bóginn til að hitta fjölskyldu í sólinni.  

Við Halldór skruppum í Ikea með stelpuna um 11 leytið þar sem þurfti svona hitt og þetta til jólanna.  Við náðum meira að segja að kaupa jólatré í þeirri ferð Grin.  Við vorum passlega komin aftur til að ná að skipta á stelpu og taka okkur svo til því við pabbi, Eysteinn og Jódís vorum boðin til Hanne, gamallar vinkonu ömmu Guðrún og afa Jónasar.  (Halldóri líka en hann nennti ómögulega með.. skiljanlega Joyful) Maðurinn hennar, Karl Erik, lést í júlí síðastliðnum en hún er hin hressasta.  Var búin að baka tertu og stella þvílíkt.  Þetta var óskaplega ljúft að setjast aðeins hjá henni og hún er sko klárari en margur að finna umræðuefni LoL.  En það skemmtilega kom í ljós að barnabarn hennar, Morten, er nýútskrifaður kennari og kennir Eysteini tónlist, sem hann var búinn að segja mér áður að væri svo ótrúlega skemmtilegur og frábær kennari.  Svona er nú heimurinn lítill Joyful.

Við vorum svo komin heim passlega til að elda hakk og spaghettí, svo ég varð náttúrulega að elda það! Í kvöld er svo bara búið að vera allt í rólegheitunum, ég að vinna upp vikuvinnu í bloggi en hinir að glápa á sjónvarpið.  

Nú get ég farið að anda rólega og mun léttar en undanfarna daga þar sem þið vitið þá hvað hefur á daga okkar drifið Joyful.  

Ég læt nú ekki líða svona langt í næsta blogg... ég looooofa því Blush.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins loksins...
gaman að heyra frá ykkur :-)
Ég held að ég viti hvaða kerling þetta er.... veit að vísu ekki hvað hún heitir en hitti hana í smók fyrir utan B5 í haust.
Þar var hún í bleikri drakt, með barðarstóran hatt, sólgleraugu með semalíusteinum og munnstykki.
Sú sagði mér allavega þessa sömu ör-ævisögu á 5 mínútum, LOL.

Skondið þetta með son hennar Hanne.
Knús frá Ýsufirði
Til ykkar allra
SKÚ

Siggi Jónas (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Arnrún

Ahahaha :D En frábært!

Kannski hún ferðist um heiminn til að segja sögu sína á 5 mínútum, svona eins og maðurinn sem hefur ferðast um allan heiminn og látið taka mynd af sér á hverjum stað.

Nú finnst mér alveg ferlegt að geta ekki haft ykkur hjá mér í jólagraut á aðfangadag :,(

-Jæja, það verður bara næst ;)

Knús til ykkar allra þarna á Ýsunni

Arnrún, 22.12.2008 kl. 16:54

3 identicon

jamm ég er loksins sáttur eftir allt þetta bloggleysi hjá þér hehehehe. Kominn í náðina aftur Gott að þið hafið það öll gott og allir hressir og kátir.

Gleðileg Jól og knús frá Vestfjörðum nánat tiltekið holtahverfi Ísafjarðar

Knús 

K

Kristján (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband