Óperuferð og kjetsúpa

Já, það var nefnilega þannig að þegar við Halldór komum við í Óperunni í gær þá var okkur boðið að koma á æfingu verksins Bróðir minn Ljónshjarta sem frumsýna á núna á föstudaginn.  Ég að sjálfsögðu, eins og góðri móður sæmir, sendi drenginn með miða í skólann að hann þyrfti að fara til læknis og þyrfti því að fara fyrr úr skólanum, eða klukkan 10.  Við vorum mætt niður í Óperu fyrir hálf tólf og vorum fyrst til að ganga inn í salinn þar sem passinn hans Halldórs gekk enn að öllum dyrum Wink og náðum því bestu sætunum í salnum, á fyrstu svölum fyrir miðju.  Það voru þó nokkrir á æfingunni, aðallega skólakrakkar (sem betur fer ekki skólinn hans Eysteins Crying) en þó allir það gamlir að við þurftum ekki að hafa nokkrar áhyggjur af látum eða ónæði að öðru leyti frá þeim.  

Þegar sýningin svo byrjaði var ég guðslifandi fegin að salurinn var myrkur og við hliðina á mér sætu mennirnir í lífi mínu því tárin bara streymdu niður í stríðum straumum.  Litla leikhússjúka hjartað mitt var búið að vera í fráhvarfi í allt of langan tíma og svo var þetta náttúrulega bara svo stórkostlegt. Halldóri varð á orði eftir sýninguna að hann hefði ekki gert sér grein fyrir að upphaf sýningarinnar væri svona sorglegt LoL.  Þvílík sýning!!!  Þetta var ótrúleg upplifun, söngvararnir svo flottir og leikgerðin öll svo ótrúlega flott og spilamennskan maður... úfff!!!  Enda var þetta band upp á einhver 30 manns eða svo.  Það var lítil nett kona sem lék og söng Snúð litla (eða Tvíböku, eins og hann heitir upp á dönsku og örugglega sænsku þá líka) og svo ungur karlmaður fyrir Jónatan.  Þau voru bæði náttúrulega bara frábær, svo og allir hinir.. að sjálfsögðu Joyful.  Þetta var náttúrulega allt sungið á dönsku en það besta var að það var textaskilti fyrir ofan sviðið svo maður náði alveg að fylgjast með og Eysteinn líka.  Einstaka sinnum spurði hann mig um hvað eitt og annað orð þýddi en annars náði hann algjörlega að fylgja sýningunni.

Frammi í hléi við eina af ljósakrónum Ólafs Elíassonar 

 

 

 

 

Miðja Óperunnar stendur akkúrat á miðju Amalienborgar sem er þarna í baksýn

 

 

 

Íburðurinn er mikill í Óperunni

 

 

 

 

 

 

 

Í bestu sætunum...

 

 

 

...eins og sjá má ;)

 

 
 
 
 
 
 
 
 
Loftið er húðað 24 karata gulli :o
 
 
 
 
 
 
 
Endilega smellið á myndirnar til að stækka þær og sjá skýringu með þeim.  Á fyrstu  og þriðju mynd má sjá utan á sýningarsalinn, timburklædda kúlan, og brautirnar sem liggja inn á salinn á hæðunum.
 
 
 
Við tókum að sjálfsögðu bátinn yfir á Nyhavn á heimleiðinni og skólastelpur sem höfðu verið á sýningunni skemmtu sér aaaaalla Nyhavn á því að reyna að ná háum skerandi óperutónum við misjafnar undirtektir samferðamanna Woundering.
 
Eftir að heim var komið var tekið til við súpueldamennsku því við höfðum boðið Lóu og Þresti í kjetsúpu.  Já, við höfðum nefnilega geymt helming lambalærisins sem við borðuðum á sunnudaginn (því við fjölskyldan torgum ekki nema hálfu læri Tounge) og sáum okkur mikið gott til glóðarinnar að fá okkur væna kjötsúpu með eðals kjöti.  Það var mikið ummað og sötrað við matarborðið og eftir dágóða stund tókum við eftir því hvað yngsti meðlimurinn var þögull.  Jódís Guðrún var mjög upptekin við það að skófla upp í sig kjötsúpustappinu sem var á disknum hennar og fannst það ekki síðra en okkur hinum.  Gestirnir stöldruðu ekki lengi við eftir matinn enda vinnudagur framundan (hjá Þresti LoL).  Þetta var sko bara fullkominn endir á annars fullkomnum degi Joyful.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð svo heppinn  Ýkt CooL

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 08:34

2 identicon

Oooh, nú langar mig í óperuna... ;O)

Stórasti bró... (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband