Jeminn eini...

... bara kominn 15. janúar og ég ekkert búin að blogga í rúma viku Blush sorrý!.. 

Stelpan er að mannast meira og meira með hverjum deginum og núna sungum við áðan saman lagstúfinn ,,lala-lala-lala ljúfa"  eða ,,jaja-jaja-jaja-jaja-jaja-jaja úva".  Svo er orðið ægilega erfitt að fá hana í kerruna, eftir að hún fékk fínu skóna sína verður hún helst að fá að labba allt sjálf og þá má sko ekki leiða hana.  Við Eysteinn skruppum með hana á laugardaginn í Spar -búðina rétt hjá, og þegar við vorum búin að vera í ca. 20 mín. að ganga hálfa götuna, því hún var alltaf að detta og fara eitthvað annað og við máttum alls ekki leiða hana.. þá bara varð ég að taka hana með valdi upp í kerruna.  Okkur langaði bara að vera komin aftur heim fyrir næstu áramót.  

Á sunnudaginn skruppum við í dagsferð til Farum, æskustöðva minna í Danmörku Grin.  Við ætluðum að nýta daginn og ganga svolítið um en vegna formgalla komumst við ekki af stað fyrr en uppúr hádegi og höfðum því rétt tíma til að skreppa upp í Midpunkt (þar sem við bjuggum) og í Bytorv (verslunarkjarnann rétt við).  Ég sýndi Eysteini gamla skólann minn og við röltum að sjálfsögðu í blokkina okkar og um hverfið.  Næst verðum við að mæta snemma að morgni dags og ganga niður að vatni og svona.  Þetta var samt alveg yndislegt.

Við sóttum Jódísi Guðrúnu lasna á vöggustofuna um miðjan mánudaginn og þá er víst ægilega leiðinleg pest að ganga og hálf vöggustofan liggur (sko börnin, ekki húsið sjálft).  Hún var með smá hitavellu en ekkert til að tala um.  Hún var nú enn svolítið slöpp á þriðjudag og miðvikudag en í dag ákváðum við að fara með hana þar sem hún var alveg hitalaus þessa tvo daga á undan.  Þegar við vorum hins vegar komin úr strætisvagninum var hún einhvern vegin ekki alveg eins og hún átti að sér og ægilega föl greyið svo okkur fannst ekkert vit í öðru en að fara bara með hana heim aftur.  Sem betur fer gerðum við það því hún hélt eiginlega bara áfram að slappast upp í dag og þegar ég lagði hana áðan var hún komin með hita aftur Frown.  Ég fór í Føtex í gær og fjárfesti í Lýsi... nú verður þetta tekið með trukki þannig að þetta verða SÍÐUSTU VEIKINDI HENNAR Á ÞESSARI ÖNN!!!!!!! Hér eftir verður einungis hafragrautur og Lýsi í boði á morgnana  á þessu heimili.  Ja, nema kannski um helgina, því Jón og Valgerður -ásamt þeirri stuttu- koma í fyrramálið til okkar Grin og ég verð nú að bjóða þeim uppá eitthvað annað með, er það ekki? Joyful

Annars hefur þessi vika bara gengið út á atvinnuleit og þess háttar og lítið að frétta í þeim málum.  Það koma fréttir um leið og eitthvað breytist.

Skólinn byrjaði hjá mér í gær, bara með hefðbundinni kynningu á efni og þess háttar og ætti að vera kominn á fullt skrið eftir helgi.  Svo við erum öll að komast í rútínuna okkar aftur Joyful.  Það er fínt.

Myndir frá Farum koma von bráðar inn, eigum eftir að tæma vélina Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jessssssssssssss fréttir :) Ég lesa blogg á hverjum degi :)

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:06

2 Smámynd: Arnrún

...enda er ég með samviskubitið þín vegna :P hehe

Arnrún, 16.1.2009 kl. 09:39

3 identicon

Farum ;o)

Vildi að ég hefði verið með þér. Man þó ekki eftir neinu vatni, hmmmm??!!

kv.

jd

Jónína Dögg (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 00:37

4 Smámynd: Arnrún

Jú Jónína Dögg, Farum sø, rétt við kirkjuna manstu? Lá fyrir sunnan bæinn, tengdist Furesø þar sem við hjóluðum oft til að fara í Furesø-bad, á ströndina.

Arnrún, 19.1.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband