Þriðja tönnin þeink jú verí möts!

Já, þriðja tönnin í tanngarði Jódísar Guðrúnar ku hafa litið dagsins ljós á föstudaginn.  Þetta er reyndar augntönn hægra megin í efri góm en hinar þrjár, framtennurnar og hin augntönnin, eru aaaalveg að koma.Joyful

Hún var lasin þegar Jón, Valgerður og Júlía Birna komu til okkar á föstudaginn svo við mæðgur vorum heima meðan Halldór tók á móti þeim úti á flugvelli.  Mikið óskaplega var nú gaman að fá þau svona óvænt.  Þau komu náttúrulega ekki tómhent og fengum við tösku fulla af fiski, kleinum, flatkökum, nammi og ég veit ekki hverju og hverju.  Takk Gurrý Grin!!!  

Það var náttúrulega blaðrað um alla heima og geima og spilað leirspilið og partýspilið og ég veit ekki hvað og hvað þar til klukkan var langt gengin í.... jah.. allavega langt gengin.  Á laugardaginn fór svo öll hersingin í Fields nema við mæðgur þar sem þetta var fyrsti dagurinn þar sem Jóga var hress og ekki óhætt að fara með hana út í kuldann strax.  Það var nú bara allt komið í ró hér fyrir 11 um kvöldið enda flestir þreyttir eftir daginn og svefnleysi tveggja síðustu nótta.  Þau heimsóttu svo vini á Kagså kollegíinu á sunnudeginum meðan við höfðum það rólegt heima.  Við mættumst reyndar í ekta íslensku slagviðri þegar við Halldór og Jódísin fórum í göngutúr út í búð að sækja í matinn og völdum við okkur öll dýrindis kjúklingabringur sem Valgerður vafði svo inn í beikon og steikti.  Ægilega gott.  Það var nú ekki hægt að enda kvöldið án þess að taka í einn, tvo eða 15 kana Grin.  En svo kom náttúrulega mánudagurinn og við þurftum að vakna (sem var pínu erfitt) og kveðja (sem var enn erfiðara Errm) og koma stelpunni á vöggustofuna (sem var ekki svo erfitt Tounge -sérstaklega þar sem við gátum þá farið heim og jafnað ( Sleeping ) okkur eftir vökur næturinnar).

Það var alveg frrrrrábært að fá fjölskylduna hingað til okkar og við þökkum alveg mikið kærlega fyrir komuna og okkur Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var ótrúlega gaman að hitta ykkur og ég segi bara eins og á fésbókinni hans Dóra.... takk fyrir frábæra helgi.

Kveðja frá V18

Jón Örvar (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:58

2 identicon

Enn og aftur takk fyrir okkur og æðislega helgi;)

Kv. V í V18;)

Valgerður (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:04

3 Smámynd: Arnrún

Ó takk svo mikið sömuleiðis!!!

Þetta var BARA gaman :D

Arnrún, 21.1.2009 kl. 22:06

4 identicon

Sko skvísuna, þrjár tennur :o) Hún er nú barasta hálfnuð í Hergil, hann er kominn með 6 ;o)

Jónína Dögg (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband