Tómlegt í kotinu

Við fylgdum Nökkva á flugvöllinn í gær, öll fjölskyldan, þar sem hann átti svo að fara í loftið klukkan hálf níu um kvöldið.  Þetta var góð reynsla og verður til þess að þetta gerum við ALDREI aftur.  Stelpan var strax í strætó á leiðinni á flugvöllinn orðin pirruð og gjörsamlega óþolandi (nei maður má ekki segja svona um börnin sín... en samt!!!) í Metrónum.  Hún var ægilega ánægð hins vegar með sig þegar hún fékk að labba sjálf langa ganga á flugvellinum, segjandi ,,Hæ!" við alla sem hún mætti.  Og það voru ekki fáir enda við stödd á flugvelli.  Þar sem Nökkvi þurfti fylgd (of ungur til að ferðast einn) var ekki tekið á móti honum fyrr en rétt fyrir átta svo við fengum okkur hollustumáltíð á Burger King á meðan við biðum og svo var nú erfið stundin fyrir suma þegar kom að því að kveðja.  

Á leiðinni heim var einn stúrinn og niðurlútur sem kúrði mest megnis í fanginu á mömmu og pabba til skiptis.  Heimþráin hafði náð soddan heljartökum á honum að eina sem hann vildi var að vera hjá ömmu og afa á Selfossi.  Við höfum nú svo sem verið að hugsa um að kíkja heim um páskana en það er náttúrulega ekki það besta í fjárhagslegri stöðunni eins og hún er núna.  Við sjáum til, aldrei að vita nema við reynum allavega að bjóða frumburðinum heim.

En svo vaknaði drengurinn heldur lasinn í morgun svo hann er heima núna að slaka á, enda er hann búinn að vera rótkvefaður lengi og kvartar aldrei, hefur ekki verið marga daga frá skóla frá því við fluttum hingað út.  Stelpan er hins vegar hin hressasta... er á meðan er Wink

Jæja, best að fara að koma sér að verki enda nóg að gera.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband