Hún var nú allavega mjög tillitssöm í þetta skiptið.

Já, ég fékk að taka prófið á mánudaginn var áður en stelpan kom svo heim frá vöggustofunni... með hita Crying.  Hann jókst svo bara um kvöldið og í gær var hún orðin alveg hundlasin. 

En svo við byrjum nú á byrjuninni þá fórum við fjölskyldan saman í bakaríið á sunnudaginn og keyptum þessar líka flottu fastelavns-bollur.

Eysi Rock!

 

Namminammi bollur

 

Brosir svo blítt til bróður síns

 Það var nefnilega fastelavn á mánudeginum.  Þá fór bekkurinn hans Eysteins í dýragarðinn í tilefni dagsins, víst orðin eitthvað of fullorðin fyrir búninga og þess háttar.  Fyrir þá sem ekki þekkja (sem ég held að séu ansi fáir) þá er fastelavn svona sambland af öskudeginum og bolludeginum.  Búningar, kötturinn sleginn úr tunnunni og allt það og svo bollurnar með rjómanum og súkkulaðinu.  Þá rifjast nú upp fyrir mér fastelavn fyrir 23 árum síðan þegar tvær stöllur gengu í búningunum sínum íbúð úr íbúð í Farum-midpunkt, syngjandi:

Bolle op, bolle ned,

bolle vil jeg have.

Hvis jeg ingen bolle får,

så laver jeg ballade. 

Svo lærðum við enn sniðugri söng sem gæfi meira í aðra höndina og sungum þá:

Penge op, penge ned,

penge vil jeg have.

Hvis jeg ingen penge får

så laver jeg ballade.

Ef ég man rétt þá fengum við nú eitthvert klink þarna eftir daginn, en ég man samt mest eftir því að einhver sagðist ekki eiga pening og gaf okkur sitthvort eplið.  Vá hvað við vorum skúffaðar.  Epli!!! FootinMouth

En á vöggustofunni átti að vera einhver skemmtun um daginn og krakkarnir máttu koma í búningum.  Ég steingleymdi þessu náttúrulega, enda sá ég heldur ekki hvernig sú stutta myndi höndla það að vera í einhverjum búning, held hún hefði nú rifið sig úr honum fljótlega.  Svo ég setti hana bara í sæt föt og setti svo smá svona framan í hana.  Það var ekki auðvelt, en mikið sem okkur fannst hún krúttleg á eftir.

Fastelavns-kisa

 

Snúllurass
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En, eins og fyrr sagði, svo kom hún heim lasin. Hún var komin með góðan hita um kvöldið og daginn eftir var hún alveg orðin hundlasin með háan hita.  Hún skiptist bara á að vera í fanginu á mér og pabba sínum.  Í gær var hún svo voða slöpp fyrri part dags en hresstist um allan helming seinni partinn.  Þá tókum við þessar myndir af henni:
Lítill lasarus ILasarus að lesa bókLasarus að pota í nebbaLítill lasarus II
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þarna má sjá hana nokkuð káta, svo erum við búin að vera að læra hvar nebbinn er og bumban og munnurinn og svona og henni finnst voða gaman að pota í nebbann sinn og mömmu og svona.  Þarna má líka sjá hana lesa í uppáhaldsbókinni sinni þessa dagana, hún kemur með þessa í tíma og ótíma, klifrar uppí sófa til manns og vill að við lesum bókina saman.  Svo geltir hún yfirleitt þegar hún sér bangsann á síðustu myndinni LoL.  Ekki alveg búin að ná muninum milli dýra.. eða allavega ekki hvað dýrin segja Tounge.  Hún er farin að skilja svo mikið að maður er eiginlega ekki farinn að átta sig á því.  Halldór bað hana t.d. um að sækja skóna sína og hún sótti annan skóinn sinn fram og þá bað hann hana um að sækja hinn skóinn, sem hún og gerði.  Auk þess sem maður getur orðið spurt hana að hinu og þessu sem hún svarar þá með því að hrista hausinn eða kinka kolli... og svarar þá yfirleitt rétt Grin.  
 
 
 
 
 
 
 
Svo er hún komin með ægilega dellu fyrir einu.  Þá tekur hún púða sem Eysteinn saumaði, sem er með svona handfangi og setur hann á handlegginn, eins og hún beri veski, og segir svo ,,Hæ hæ" (bless bless í þessu tilviki, þar sem hæ þýðir bæði hæ og bæ hérna) og vinkar, röltir svo með gönguvagninn sinn í burtu á ganginum.  Hér má sjá æðislegar myndir af því, þarna var ég búin að klæða hana í skó því við vorum að fara út og hún setti húfuna á sig sjálf og fann til vagninn og ,,veskið" og vinkaði bless!
Og lögð af stað :)Hún er svo dugleg Joyful
Tilbúin í kaupstaðarferð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fá svona krúttlegar myndir af nafna og Jódísi Guðrúnu.  Greinilegt að hún þroskast eðlilega.  Hlakka til að fá nafna í heimsókn um páskana. 

Spóinn.

Eysteinn Óskar (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 21:56

2 identicon

hún er alger rúsína, minnir mig svo á Sigrúnu!

Erla

Erla Björk (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband