8. mars - Alþjóðlegur baráttudagur kvenna!

Fyrirgefið þögn mína!  Ég var í prófi á föstudaginn og laugardaginn.  Já, þetta var 30 tíma próf svo öll vikan fór í próflestur og svo hófst maraþonið klukkan 10 á föstudagsmorgun.  Gekk bara ágætlega held ég Smile.

Þegar ég var búin að senda prófið inn um 5 leytið í gær þá fór ég út og hitti feðga sem voru með skæruliðasnúllurassinn í göngutúr, og við fylgdum Eysteini yfir til Magnusar, sem var með vídeókvöld fyrir nokkra vini sína og bauð Eysteini líka Smile ægilega gaman.  Hann átti að koma með sængina með sér þar sem strákarnir áttu að gista.  Ég hlakka til að hitta hann eftir þetta og heyra allt um kvöldið.  Við Halldór röltum okkur svo í búðina og heim, Pétur kíkti yfir í lasagne og svo höfðum við það bara ægilega næs um kvöldið.

Annars er lítið að frétta af okkur sko...

nema kannski að... VIÐ ERUM AÐ KOMA HEIM um páskana.  Jiiiiii við hlökkum svooooo til Grin Fljúgum heim 28. mars.  

---

 Þegar ég fer á fætur smeygi ég mér í prjónapeysuna hans Halldórs sem hann hafði verið í deginum áður.  Ég kem inn í eldhús og Halldór tekur utan um mig ,,Mmmmmm hvað er góð lykt af þér" segir hann ,,-hvað er þetta?"  Ég lít niður á mig og segi ekkert... hann segir: ,,Já, þú ert í peysunni minni!" LoL   

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband