Grillið

Það var svona líka gaman í gær, Pétur, Gulli og Tanja komu og við hófumst handa við að koma partýinu í gang með því að tendra uppí grillinu o.þ.h.  Einar og Marta komu svo rétt á eftir Halldóri og hann hékk þurr en það var helv.. napurt svo við borðuðum inni.  Það var komin svo mikil stemmning í mannskapinn að gítarinn og bassinn voru dregnir fram og Bítlabókin góða LoL.  Við fengum þó ekki að hafa hljómsveitina lengi því Steffen bað okkur vinsamlegast um að hætta með hljómsveitina... skiljanlega Whistling  Við vorum þó á mjög skikkanlegum tíma með þetta allt saman og komin upp í rúm fyrir tvö, enda var Tanja með í för og Marta átti að mæta 7 í morgun til vinnu.

Halldór átti morgunvaktina (til allrar hamingju!) og þegar ég kom á fætur var Jódís orðin lasin og búin að gubba á sófann og fleira.  Hún hafði svo sofnað milli 10 og 12, en var þó hitalaus.  Við höfðum það því bara notalegt meðan feðgarnir hjóluðu sér niður í bæ og komu ekki aftur fyrr en um 3 tímum síðar.  Þeir höfðu þá hitt á Pétur og Gulla á Nørrebro sem sögðu þeim að þau hefðu verið vakin upp um kl. fjögur í nótt þar sem kviknað hafði í byggingunni.  Reykurinn var byrjaður að koma inn um dyrnar hjá þeim og var þeim bjargað af svölunum hjá sér.  Þeim hafði verið úthlutuð íbúð á Østerbro og fá víst ekki að fara heim á næstunni.  Í fréttunum voru svo sýndar myndir frá þessu og húsið er stórskemmt.  Reyndar aðeins partur af því enda er þetta mjög stór blokk.  Pólverji hefur verið handtekinn grunaður um íkveikju þar sem hann sást í öryggismyndavél yfirgefa húsið bakdyramegin.  Bara vonandi að það sé ekki mikið skemmt hjá Pétri.

Feðgarnir eru aftur farnir í hjólatúr, á meðan ég hangi eins og slytti hérna á heimilinu í dag er Halldór með einhvern sprengikraft í sér og hefur varla fengist til að setjast niður í dag LoL.

Læt þetta duga.

Bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband