Staka

Ét fór með stelpuna til læknis í morgun vegna sáranna í kringum munninn og var hún viss um að þetta væri frekar exem heldur en kossageit og fékk hún krem við því.  Hún tók þó eitthvert sýni og sagði mér að hafa samband ef henni batnaði ekki og eins ef henni snögg-versnaði.  Stelpan var greinilega ekki alveg upp á sitt besta og sofnaði í kerrunni sinni þegar ég rétt stökk inní búð á leið heim.  Við vorum svo bara að dúlla okkur í dag, hún meira og minna með niðurgang og ég að reyna að þrífa svolítið eftir laugardagskvöldið Joyful.

Um kvöldið fór ég ásamt Lóu á tónleika sem Staka hélt í Jónshúsi.  Sigrún frænka er í þeim kór og er hann blandaður.  Tónleikarnir báru heitið Madri-GAL og voru alveg þrælskemmtilegir.  Á móti mér tók ungur maður sem bauð mig velkomna og rétti mér söngskrá og ég þakkaði fyrir og leit varla upp.  Þegar ég var að ganga frá honum segir hann  ,,Þú manst ekki eftir mér, er það?"  Þá leit ég loksins upp og sá að þarna var fyrrum kórfélagi minn úr F.Su. kórnum á ferð og er hann einmitt að syngja með Stöku.  Það var svo til fullur salur og góð stemmning og kórinn söng bara mjög vel.  

Ég kom svo heim og heyrði þá gríðarlegt org Jódísar út á götu og samt var klukkan langt gengin í 11 svo ég stökk inn í flýti því ég áttaði mig á því að Halldór þyrfti væntanlega á einhverri aðstoð að halda.  Hún hafði þá vaknað og heimtað að Halldór tæki sig í fangið en vildi hvorki vatn né snuð og enda kastaði hún skömmu síðar upp yfir hann allan.  Sem betur fer slapp rúmið hennar algjörlega svo hann gat bara borið hana beint inn á bað... og þá upphófust öskrin sem ég heyrði út á götu Joyful.  Ég tók því til við að skúra allt og reyna að koma lyktinni sem mest frá.  Halldór er í sturtu!  Ég er ekki frá því að hún hafi náð að smita mig eitthvað því mér er búið að vera hálf svona flökurt í allan dag.. nema ég sé bara svona lengi að ná mér eftir laugardagskvöldið LoL.  Allavega er það víst að einhver verður biðin eftir að Jódís Guðrún fari á vöggustofuna.. þó ég vona að það verði bara hinn daginn Whistling

Gott að sinni

Bless í bili! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband