Enn lasin

Ekki gekk það nú eftir að stelpan myndi hressast í dag.  Hún vaknaði upp og fór strax að fikta í bleiunni sinni og sagði ,,píssa!" sorgmædd á svip.  Eftir mikil læti í maganum á henni endaði með því að ég varð að sturta hana alla og skúra gólfið.  Í allan dag hefur svo haldið áfram að ganga niður af henni en sem betur fer engin uppköst.  Ca. 15 bleiur og ,,píssaaa" út í eitt.  Sem er svo sem rétt hjá henni því það má segja að hún hafi ,,pízzaað" heil ósköp með rassinum í dag... greyið.  En hún er dugleg að drekka og borða.  Eysteinn kom heim í hádeginu, orðinn slappur í maganum, svo ég hafði þau bæði hjá mér í dag börnin.  Halldór lét lækni líta á sig vegna króníska hausverksins sem er búið að vera að hrjá hann undanfarið en það kom lítið í ljós svo hann á að reyna að drekka bara nógu mikið vatn og sjá hvort það lagist þá ekki.  Ef ekki á hann að koma aftur.  Hann fór svo í vinnu og er að skríða heim núna kallinn.  Af Pétri er það að frétta að þau fá ekki að snúa heim aftur í allavega mánuð svo hann hefur nú útvegað þeim lítið hús í Greve sem vinafólk hans á, svo þau eiga eftir að hafa það gott þar held ég bara.  

Fleira er svo sem ekki í fréttum held ég í bili,

læt þetta því gott heita,

bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband