Rigningadagurinn mikli!!!

Grey Halldór er búinn að vera fárveikur núna í gær og í dag.  En ,,There is no business like show-business"  svo hann gat að sjálfsögðu ekki tekið sér neitt frí og varð því bara að dópa sig nógu mikið upp svo hann finndi ekki fyrir hitanum, beinverkjunum, slappleikanum og öllu sem þessu fylgir og hefur bara sofið þess á milli.  Eysteinn fór með klúbbnum sínum í Tívolí í gær og kom heim alsæll.  Það var reyndar byrjað að rigna undir kvöldið en það var bara betra að mörgu leyti því þá voru svo fáir í garðinum að engar biðraðir voru í neinum tækjum.  Stelpan var orðin það hress að ég ákvað að fara með hana á vöggustofuna í dag.  Þegar við vorum að fara að sofa var komið sannkallað íslenskt haustveður.  Grenjandi rigning og hávaða rok svo buldi á öllum gluggum.  Við vöknuðum líka við þetta sama veður í morgun og ég hugsaði alvarlega um það að sleppa bara að fara með stelpuna á vöggustofuna.  Ég vissi svo sem að þau yrðu ekki úti í þessu veðri, svo það var ekki ástæðan, heldur hreinlega að ég nennti bara ekki að fara út í þetta veður Crying.  Ég herti mig þó upp og hjólaði með stelpuna enda varð ég að fara að finna afmælisgjöf handa Sigrúnu Huld fyrir morgundaginn.  Ég hjólaði tók því lestina til Fields og hóf leitina að hinni fullkomnu gjöf.  Ég fann ægilega sætan sólhatt og stuttbuxur á Jódísi og voða fallegan dúk á borðið okkar... en enga afmælisgjöf.  Að lokum tókst mér þó að finna gjöf og ég vona bara að hún verði ánægð með hana.  Nei, að sjálfsögðu get ég ekki sagt hver hún er strax, hún verður nú fyrst að fá að sjá hana áður en ég birti það á alnetinu LoL.

En þegar ég loks var komin úr lestinni átti ég náttúrulega eftir að hjóla með allt dótið heim áður en ég færi að sækja stelpuna.  Og það var ekki létt.  Það hefði hins vegar verið létt ef ég hefði getað nýtt hjólakörfuna sem ég keypti en þar sem hún er fest niður í framdekkið var það ekki hægt svo ég varð að reyna að koma þessu öllu fyrir á barnastólnum.  Og það hefði líka gengið mun betur ef Halldór hefði ekki stolið teygjunni sem ég nota til að festa stærri poka niður í stólinn.  En þetta gekk Tounge.  En rigningunni hafði síður en svo slotað svo ég var gjörsamlega gegndrepa þegar ég kom heim.  Ég losaði mig við dótið og ætlaði að skipta um buxur áður en ég sækti stelpuna en ákvað að bíða bara með það fram yfir þá ferð enda algjör óþarfi að gera tvennar buxur rennblautar.  Svo ég lagði í hann aftur og á heimleiðinni heyrði ég nokkrum sinnum öskrað fyrir aftan mig.  Lítil dama í barnastólnum alls ekki ánægð þegar rigningarokurnar gengu yfir og buldu framan á hana.  

Það hefur sem sagt aldrei rignt svona mikið á einum sólahring í Danmörku frá því mælingar hófust.  Allt frá 7-10,5 ml á Sjálandi.  Þetta sagði allavega fréttamaðurinn á TV2 og ekki lýgur hann.  Sýndar voru myndir frá götum sem voru eins og stórfljót og húsum þar sem vatnið náði upp á miðja stólfætur.  

Og Stein Bagger.. hann fékk 7 ára dóm í dag.  Í gær gekk hann skælbrosandi út úr réttarsalnum og stóð eins og ljósmyndamódel, pósandi fyrir blaðaljósmyndurum.  Það er ekki alveg sama fyrirlitningin hér á þessum fjármálaglæpamönnum og heima.  Mér finnst fréttamenn og fréttaskýringamenn jafnvel tala með ákveðinni lotningu um hann og ein sem setið hafði í réttarsalnum sagði jafnvel að hann væri mjög greindur maður og klár sem hefði bara lent í þessum vandræðum og grafið sig dýpra og dýpra.  Mér finnst þetta mjög skrýtið þegar talað er um mann sem stal með svikum og prettum tæpum milljarði danskra króna.  Reyndar sagði einn spekúlantinn í dag aðspurður að hann gæfi nú ekki mikið fyrir þessar hótanir sem Stein Bagger sagðist hafa fengið (og því orðið að gera þessa hluti) heldur hefði hann bara gert þetta vegna þess að hann var gráðugur og hefði viljað lifa ákveðnum lifistandard sem hann gat einungis haldið með þessu móti.  Enda er talað um að velta fyrirtækis hans hafi að 90% verið svik og prettir.  Alveg hreint með ólíkindum bara.

Ég var samt hissa hvað þetta gekk fljótt fyrir sig allt.  Enda svo sem játaði hann og var mjög samvinnuþýður.  Kannski er tíminn líka bara svona afskaplega fljótur að líða FootinMouth.

Læt þetta duga að sinni Joyful

Bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband